Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Arnar Gunnlaugsson er áfram orðaður við þjálfarastarfið hjá Norrköping í Svíþjóð en þetta var til umræðu í þættinum.
„Í fyrsta lagi finnst mér bara gott fyrir Bestu deildina á Íslandi að Arnar sé að fara. Þá verður þetta kannski aðeins jafnt því ég sá fyrir mér að Arnar myndi taka yfir þessa deild í einhvern tíma,“ sagði Stefán léttur.
„En það er auðvitað leiðinlegt að missa hann úr deildinni upp á söluvöruna að gera.“
Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér að neðan.