„24 ár, góði guð,“ skrifar Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu á X-inu í gær.
Í gær voru 24 ár frá því að Eiður Smári skoraði eitt af sínum frægustu mörkum á ferlinum.
Eiður var þá leikmaður Bolton á Englandi en í leik gegn Wimbledon tók hann málin í sínar hendur.
Eiður spólaði sig í gegnum vörn Wimbledon og skoraði glæsilegt mark á heimavelli Bolton.
Markið glæsilega má sjá hér að neðan.
24 years…Gud grief😱@OfficialBWFC https://t.co/WKLwGssZCW
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) December 14, 2023