Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, fær enga refsingu fyrir það að láta dómara heyra það eftir 1-0 tap gegn Newcastle á dögunum.
Sigurmark Newcastle fór í taugarnar á Arteta og lét hann í sér heyra eftir leik.
Arteta fór mikinn í viðtali eftir leik og ákvað enska sambandið að kæra hann fyrir ummælin.
Málið var tekið fyrir af sérstakri nefnd sem komast að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sanna að ummæli Arteta væru refsiverð.
Arteta tók til varnar hjá nefndinni, hann sagðist hafa verið að nota spænska orðið Desgracia frekar en enska orðið disgrace. Desgracia er óheppni en disgrace er skömm eða óvirðing.
Spænski stjórinn talaði svo um að hann hefði verið að tala af ástríðu því hann vildi hjálpa til við að gera VAR dómgæslunni betri. Það gekk upp hjá Arteta sem taldi nefndinni trú um að sýkna hann.