Umboðsmenn í fótbolta hafa aldrei þénað meira og fengu 696 milljónir punda í greiðslur árið 2023.
Þetta kemur fram í skýrslu FIFA sem tekur þó ekki á því þegar félagaskipti eiga sér stað innan sama lands.
Það er því ljóst að upphæðin er talsvert hærri. Ensk félög greiddu 219 milljónir punda af þessari upphæð.
Umboðsmenn hafa þurft að spila varnarleik undanfarna mánuði eftir að FIFA setti reglur sem setur þak á greiðslur til þeirra.
Enskir dómstólar hafa úrskurðað að reglan sé lögbrot þar í landi og munu umboðsmenn áfram geta þénað vel þar í landi.
Ítalir greiddu rúmar 90 milljónir punda til umboðsmanna en innkoma Sádí Arabíu hjálpar en þar fengu umboðsmenn 67 milljónir punda í sinn vasa.