Erik ten Hag stjóri Manchester United telur það öruggt að hann fái tækifæri til að stýra félaginu áfram.
Ensk blöð segja að Ten Hag telji að hann fái að funda með Sir Jim Ratcliffe sem er að kauap 25 prósenta hlut í félaginu.
United hefur gengið hörmulega á þessari leiktíð og slæmt tap á Anfield um helgina gæti kostað Ten Hag starfið.
Ratcliffe hefur undanfarnar vikur verið að ganga frá kaupum á United en það hefur þó gengið hægt.
Ensk blöð segja að Ratcliffe hafi nú þegar fundað með Graham Potter og skoðar hvort hann sé rétti maðurinn til að taka við liðinu.
Ten Hag hefur stýrt United í átján mánuði og eftir ágætt fyrsta tímabil hefur allt farið í vaskinn undanfarnar vikur.