Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og Sara Linneth Lovísudóttir Castañeda, eru trúlofuð.
Parið birti mynd á Instagram fyrr í kvöld, þar sem sjá má hring á fingri Söru og jákvætt svar hennar við spurningu Árna.
Sara útskrifaðist árið 2021 sem tómstunda-og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands, hún er meistaranemi í mannauðsstjórnun og lærður förðunarfræðingur. Herra Hnetusmjör er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Hann hefur einnig látið til sín taka víðar, opnaði skemmtistaðinn 203 í Austurstræti í febrúar 2020 og versluna Vörina sumarið 2021. Hann var Bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020.
Parið kynntist á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016, en þau hafa sagt frá því að þeim hafi verið bent á að ef þau ætluðu sér að vera saman þá væru nánast allar líkur á því að þau myndu falla og voru þau eindregið hvött til þess að halda sér frá hvort öðru. Þau hlustuðu ekki á það ráð og hafa verið saman síðan, edrú.