Zorya 4 – 0 Breiðablik:
1-0 Eduardo Guerrero
2-0 Damir Muminovic (Sjálfsmark)
3-0 Petar Micin
4-0 Igor Gorbach
Breiðablik gengur frá Sambandsdeildinni án stiga eftir að Zorya frá Úkraínu niðurlægði Breiðablik í lokaumferðinni í kvöld.
Blikar voru lentir 3-0 undir eftir nítján mínútna leik og brekkan því afar brött.
Heimamenn bættu við fjórða markinu í síðari hálfleik og þar með var sigurinn í höfn.
Zorya vann aðeins tvo leiki í riðlinum en báðir sigrar liðsins komu gegn Blikum. Blikar enduðu án stiga, liðið skoraði fimm mörk og fékk á sig sautján.
Breiðablik er fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópu en gengi liðsins var nokkur vonbrigði.