Anton Kristinn Þórarinsson hefur sett hús sitt við Haukanes á Arnarnesi í Garðabæ á sölu.
Smartland greindi frá.
Húsið sem er 620 fm einbýli á tveimur hæðum og hannað af Kristni Ragnarssyni hjá KRark, er enn í byggingu og verður húsið afhent í núverandi ástandi. Húsið stendur á 1467 fm eignarlóð sem er alveg við sjóinn og er með óskertu sjávarútsýni.
Fasteignamat hússins er 258.300.000 krónur og óskað er eftir tilboðum í húsið.
Húsið skiptist í eldhús, stofu, borðstofu, skrifstofu, tvö stór svefnherbergi, baðherbergi, hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi, sjónvarpshol, og bílskúr á efri hæð. Á neðri hæð eru eldhús/borðstofa, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, geymsla, skrifstofuherbergi, stórt opið afþreyingarrými, tæknirými auk herbergja sem hugsuð voru sem kvikmyndaherbergi og leikherbergi. Af neðri hæðinni er útgengt út í lóðina og fjöruna. Skv. seljanda er heimilt að setja bátaskýli á lóðina.
Húsið er staðsteypt tvílyft einbýlishús og er burðarvirkið staðsteypt með járnbentri steinsteypu. Útveggir eru einangraðir að utan með steinull og klæddir með stuðlabergs álklæðningu frá Idex.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.