Kjartan Henry Finnbogason verður aðstoðarþjálfari FH á næstu leiktíð í Bestu deild karla. Þetta staðfestir félagið.
Kjartan lék með FH síðasta sumar og gerði vel, hann hefur nú ákveðið að fara út í þjálfun.
Sigurvin Ólafsson lét af störfum sem aðstoðarþjálfari FH í haust og tók við þjálfun Þróttar.
Nokkrir hafa verið orðaðir við starfið en Heimir Guðjónsson er þjálfari liðsins.
Kjartan er 37 ára gamall en hann lék lengst af með KR hér á landi, hann átti einnig farsælan feril sem atvinnumaður.