Antoine Griezmann ætlar sér ekki að spila fyrir annað félag í Evrópu en Atletico Madrid.
Franski sóknarmaðurinn gekk í raðir Atletico frá Barcelona í sumar en hann hafði verið þar á láni frá Börsungum undanfarin tvö ár.
„Ég vil að Atleti verði síðasta félagið sem ég spila fyrir í Evrópu. Svo vil ég njóta annars staðar,“ segir Griezmann sem er greinilega opinn fyrir því að spila í annarri heimsálfu síðar meir, en samningur hans við Atletico gildir til 2026.
Griezmann hefur skorað 14 mörk í 21 leik á tímabilinu.
„Ég hef metnað til að vera hér áfram. Ég er enn á því stigi sem þarf til að spila hér. Hér eru margir góðir leikmenn.“