Íslands og bikarmeistarar Víkings virðast ekki ætla að slá slöku við á leikmannamarkaðnum á þessum vetri og eru á barmi þess að næla sér í tvo stóra bita.
Valdimar Þór Ingimundarson, fyrrum miðjumaður Fylkis og leikmaður Sogndal í Noregi er nálægt því að ganga í raðir félagsins.
Jón Guðni Fjóluson er samningslaus og er fluttur heim, hann er sagður semja við Víking á næstu dögum.
Þetta mun styrkja lið Víkings fyrir sem er ansi sterkt fyrir. Ljóst er að það verður hausverkur fyrir Arnar Gunnlaugsson eða þann sem þjálfar liðið að stilla upp byrjunarliðið.
Mögulegt byrjunarlið Víkings gæti litið svona út en Jón Guðni gæti verið í svipuðu hlutverki og vinstri bakverðir Manchester City sem koma mikið inn á miðjan völlinn.
Mögulegt byrjunarlið Víkings:
Ingvar Jónsson
Davíð Örn Atlason
Oliver Ekroth
Gunnar Vatnhamar
Jón Guðni Fjóluson
Pablo Punyed
Aron Elís Þrándarson
Valdimar Þór Ingimundarson
Birnir Snær Ingason
Nikolaj Hansen
Daniel Djuric