Barcelona er að fylgjast með gangi mála hjá Mason Greenwood. Talksport segir frá þessu.
Greenwood hefur heillað á láni með Getafe á tímabilinu en hann er samningsbundinn Manchester United. Hann á þó líklega ekki framtíð hjá enska liðinu.
Áhugi er á honum frá stærri liðum á Spáni en Börsungar hafa sent njósnara til að fylgjast með Greenwood í persónu.
Þeir munu þá hugsanlega fá samkeppni um hann því Atletico Madrid hefur einnig sýnt áhuga.