fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vel á þriðja hundrað á biðlista til að komast í fangelsi – Næstum tveggja ára biðtími

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. desember 2023 13:30

Dómsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa deilt lengi um skattalega meðferð á greiðslum til fanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

262 einstaklingar eru nú á biðlista eftir áfplánun í fangelsi. Meðal biðtíminn er tæp tvö ár.

Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Í svarinu kemur fram að 238 karlar séu á biðlista, eða boðunarlista, og 24 konur. Meðalbiðtíminn eftir afplánun er núna eitt ár og tíu mánuðir. Sagt er hins vegar að erfitt sé að tilgreina raunverulegan meðalbiðtíma þar sem sá tími sem líður frá því dómþoli er boðaður til afplánunar þar til hún hefst er alls ekki alltaf eiginlegur biðtími.

Tyrfið og langt ferli

Oft kemur fyrir að viðkomandi er ekki á því heimilisfangi sem hann er skráður á og fellur það þá í hlut lögreglu að birta honum boðun.

Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að sækja um samfélagsþjónustu ef refsing er allt að tveggja ára fangelsi. Flestir gera þetta. Þetta getur verið tyrfið og langt ferli.

Sjá einnig:

Dómar í kynferðisbrota- og ofbeldismálum fyrnast – fjársvelt fangelsi landsins geta ekki tekið við föngum

„Í sumum tilvikum er dómþoli með ólokið mál sem er við það að ljúkast og er þá beðið eftir að sá dómur berist til fullnustu,“ segir í svarinu. „Ef dómþoli uppfyllir ekki skilyrði er honum synjað um samfélagsþjónustu og boðaður til afplánunar. Dómþolar sækja gjarnan um frest á afplánun og er heimilt að veita hann í tiltekinn tíma. Þá sækja dómþolar oft um endurupptöku á ákvörðun um synjun. Rjúfi dómþoli skilyrði samfélagsþjónustu er honum gefinn kostur á að andmæla og stundum eru andmælin tekin til greina. Ef ekki tekur stofnunin ákvörðun um að afturkalla heimild til að gegna samfélagsþjónustu og dómþoli er boðaður til afplánunar. Þá getur viðkomandi aftur sótt um frest og er hann veittur uppfylli dómþoli skilyrði þar um. Þá kæra dómþolar oft ákvarðanir stofnunarinnar til dómsmálaráðuneytisins sem tekur tíma.“

Fjölgun rýma til skoðunar

Í svarinu segir að margt hafi verið gert síðan dómsmálaráðuneytið tilkynnti aðgerðir til að stytta boðunartíma árið 2020. Svo sem rýmkaður réttur til samfélagsþjónustu og sáttamiðlunar. Á þeim tíma gat biðtími verið allt að fimm ár.

Að mati dómsmálaráðherra þurfi þó að gera meira og til skoðunar sé að fjölga fangarýmum. Fram undan sé heildarendurskoðun í málaflokknum.

„Meðal þess sem verður skoðað er hvort hægt sé að auka fullnustu refsinga utan fangelsa enn frekar en gert er í dag. Einnig þarf að greina stöðuna í húsnæðismálum nánar, m.a. með tilliti til þess að íbúum landsins hefur fjölgað auk þess sem refsingar hafa verið að þyngjast síðustu ár,“ segir í svari Guðrúnar.

Fyrr í mánuðinum greindi RÚV frá því að níu menn hafi verið náðaðir til þess að stytta boðunarlistana. Að mati Ríkisendurskoðunar er það uppgjöf og varla boðleg lausn til þess að stytta listana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt