Forráðamenn Barcelona eru að missa trúna á Xavi og eru farnir að skoða það að reka knattspyrnustjóra liðsins úr starfi.
Xavi stýrði Barcelona til sigurs í spænsku deildinni á síðustu leiktíð en þetta tímabil hefur farið illa af stað.
Liðið situr í fjórða sæti La Liga og þá tapaði liðið gegn Royal Antwerp í Meistaradeildinni í gær. Liðið fór þrátt fyrir það áfram.
Stjórnarmenn liðsins eru alveg að fá nóg og Deco, yfirmaður knattspyrnumála er sagður hallast að því að skipta um þjálfara.
Xavi þjálfaði í Katar áður en hann mætti heim til Katalóníu til að stýra uppeldisfélaginu sínu.