Manchester United virðist vera í nokkrum vandræðum með að losna við Jadon Sancho en hann er ekki í plönum félagsins á meðan Erik ten Hag er stjóri liðsins.
Ten Hag gæti þó misst vinnuna sína innan tíðar sem gæti breytt stöðunni hjá Sancho.
Borussia Dortmund sem seldi Sancho til United fyrir rúmum tveimur árum hefur haft áhuga á að fá hann aftur.
Nú segja hins vegar ensk blöð að Dortmund ætli ekki að reyna við Sancho í janúar.
Sancho er með 350 þúsund pund en RB Leipzig hefur einnig sýnt honum áhuga. Launapakki Sancho fælir hins vegar frá.
Sancho hefur ekki æft með aðalliði United frá því í september eftir að honum og Ten Hag lenti saman.