Alvarlegt umferðarslys var tilkynnt til lögreglu í gær, miðvikudaginn 13. desember, á Vesturlandsvegi móts við Skipanes.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Harður árekstur varð milli tveggja bíla sem þrír voru í. Í öðrum bílnum var ökumaður einn á ferð en í hinum var ökumaður og farþegi.
Ökumaðurinn sem var einn á ferð er látinn. Ökumaður og farþegi úr hinum bílnum voru flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.