Manchester United varð af miklum fjármunum með því að detta úr leik í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag.
United tapaði þá 0-1 fyrir Bayern Munchen. Liðið þurfti að sigra og treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray en Danirnir unnu sinni leik. United endaði því á botni riðilsins og fer ekki einu sinni í Evrópudeildina.
Telegraph greinir frá því að United missi þar með af 19,5 milljónir punda í þátttökufé, árangurstengdar greiðslur og sjónvarpsrétt.
Þá missir félagið af 8,2 milljónum punda sem áætlað er að hefðu komið inn á leikdögum 16-liða úrslitanna.
Alls missir United því af 27,7 milljónum punda með því að detta út og enda í neðsta sæti riðils síns í Meistaradeildinni.