Newcastle er úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa endað í neðsta sæti í riðli sínum. Liðið tapaði á heimavelli gegn AC Milan í kvöld. Joelinton kom Newcastle yfir áður en Christian Pulisic jafnaði fyrir gestina frá Milan.
Það var svo varamaðurinn Samuel Chukwueze sem skoraði sigurmarkið. Á sama tíma gerðu PSG og Dortmund jafntefli í Þýskalandi.
Með jafnteflinu endar PSG í öðru sæti en Dortmund vinnur riðilinn. AC Milan fer í Evrópudeildina með því að enda í þriðja sæti.
Fjögur spænsk lið eru í efri styrkleikaflokki en tvö ensk lið eru úr leik, Newcastle og Manchester United sem enduðu bæði í neðsta sæti.
Þjóðverjar eiga þrjú lið í 16 liða úrslitum og það sama má segja um Ítala.
Efri styrkleikaflokkur:
🇩🇪 Bayern
🇩🇪 Borussia Dortmund
🏴 Arsenal
🏴 Manchester City
🇪🇸 Real Madrid
🇪🇸 Barcelona
🇪🇸 Real Sociedad
🇪🇸 Atletico Madrid
Neðri styrkleikafokkur:
🇫🇷 PSG
🇮🇹 Inter
🇮🇹 Lazio
🇮🇹 Napoli
🇵🇹 Porto
🇩🇪 RB Leipzig
🇩🇰 Copenhagen
🇳🇱 PSV Eindhoven