Newcastle er úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa endað í neðsta sæti í riðli sínum. Liðið tapaði á heimavelli gegn AC Milan í kvöld.
Joelinton kom Newcastle yfir áður en Christian Pulisic jafnaði fyrir gestina frá Milan.
Það var svo varamaðurinn Samuel Chukwueze sem skoraði sigurmarkið. Á sama tíma gerðu PSG og Dortmund jafntefli í Þýskalandi.
Með jafnteflinu endar PSG í öðru sæti en Dortmund vinnur riðilinn. AC Milan fer í Evrópudeildina með því að enda í þriðja sæti.
Það var enginn spenna í E-riðili í kvöld en Atletico Madrid og Lazio voru nú þegar komin áfram.
Atletico Madrid vann góðan sigur á Lazio en Feyenoord tapaði á útivelli gegn Celtic.
Í H-riðili voru bæði Porto og Barcelona komin áfram. Porto vann góðan sigur á Shaktar en Barcelona tapaði gegn Royal Antwerp.