Leikmönnum Barcelona hefur verið bannað að fara í sturtu, bæði eftir æfingar og heimaleiki sína.
Ástæðan eru miklir þurrkar í Katalóníu en farið er að bera á vatnsskorti í Barcelona.
„Barcelona þarfa ð fara varlega með vatnið og því ákvað félagið að loka sturtuklefunum. Hvort sem það sé á heimavelli þeirra eða á æfingasvæðinu,“ segir David Mascort, ráðamaður í Katalóníu.
Barcelona spilar þessa dagana á Estadi Olimpic en endurbætur á Nou Camp eru í fullum gangi og munu taka langan tíma.
Barcelona hefur hikstað nokkuð á þessu tímabili en liðið tapaði meðal ananrs gegn Girona í La Liga um liðna helgi.