fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Þetta voru vinsælustu vefsíður Íslendinga fyrir hrun

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 16. desember 2023 20:00

Vefurinn var um margt öðruvísi í þá daga. En líka um margt svipaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV.is fór í loftið undir lok ársins 2007 og er í dag þriðji vinsælasti vefur landsins. Landslag internetsins var að mörgu leyti allt annað á þeim tíma en að sumu leyti svipað. DV leit athugaði hvað Íslendingar voru mest að vafra árið 2007.

Þegar 100 vinsælustu vefsíðurnar eru skoðaðar sést að 42 voru íslenskar en 58 erlendar. Af erlendu síðunum voru 9 pólskar síðuru, sem skýrist af fjölda pólskra innflytjenda sem hefur ekki farið minnkandi.

Athygli vekur hversu gríðarlega vinsælar bloggsíður voru á þessum árum sem og ýmsar torrent og skráarskiptasíður og hlekkja og spjallsíður. Samfélagsmiðlar voru ekki komnir inn með jafn miklum þunga og í dag. Í þessari umfjöllun eru síður ekki tvítaldar, svo sem Google.com og Google.is.

40 vinsælustu íslensku síðurnar

  1. Mbl.is                                  Hafði yfirburði fréttasíðna á þessum tíma.
  2. Central.is                          Bloggsvæði.
  3. Visir.is                                Stærsti fréttavefur nútímans þurfti að vinna mikið á.
  4. Hugi.is                                Var helsta spjallsvæði landsins. Draugasíða í dag.
  5. Einkamal.is                      Stefnumótavefurinn vinsæli.
  6. Blog.is                                Bloggsvæði.
  7. Torrent.is                         Torrentsíða sem ítrekað var sett lögbann á.
  8. Ja.is                                     Símaskráin sígilda.
  9. Fotbolti.net                      Hafa flutt fótboltafréttir síðan 2002.
  10. Leikjanet.is                      Einfaldir vafraleikir.
  11. Barnaland.is                    Sölusíðan varð að Bland.is árið 2011.
  12. B2.is                                    Hlekkjasíða sem hét áður Batman.is. Hætti árið 2015.
  13. HI.is                                     Vefur Háskóla Íslands.
  14. Simnet.is                           Tölvupóstur.
  15. Glitnir.is                            Íslandsbanki, korter í hrun.
  16. Bloggar.is                          Bloggsvæði sem lokaði 2016.
  17. Gras.is                                Fótboltafréttasíða sem lokaði 2008.
  18. Landsbanki.is                  Korter í hrun.
  19. Leit.is                                  Íslenska leitarsíðan langlífa.
  20. Kaupthing.is                    Áður Búnaðarbankinn og nú Arion banki, korter í hrun.
  21. Ljosmyndakeppni.is     Ljósmyndavefur sem lokaði 2019.
  22. DCI.is                                   Torrentsíða sem lokaði 2007.
  23. 123.is                                   Bloggsvæði.
  24. Siminn.is                           Landsíminn aldni.
  25. Bilasolur.is                      Heitið er lýsandi.
  26. 69.is                                     Hlekkjasíða sem lokaði 2010.
  27. RUV.is                                 Ríkisútvarpið sem var ekki jafn vinsælt og 69.is.
  28. Kvikmynd.is                     Síða með ýmsum myndböndum og klippum. Lokaði 2012.
  29. Nat.is                                   Íslenski ferðavefurinn.
  30. Spar.is                                Sparisjóðirnir, flestir korter í hrun.
  31. Skutull.is                          Vestfirskur fréttamiðill sem lokaði 2016. Nú kafaravefur.
  32. Fiskaspjall.is                   Spjall um gullfiska. Draugasíða í dag.
  33. Vit.is                                   Farsímavefur Símans.
  34. Mentor.is                         Hinn rómaði skólavefur.
  35. Private.is                          Stefnumótasíða sem hætti 2016. Nú ferðaþjónustuvefur.
  36. Leikjaland.is                   Einfaldir vafraleikir, hætti fyrr á þessu ári.
  37. Textavarp.is                    Sígild tækni. Er enn þá til.
  38. BB.is                                   Bæjarins besta stærstir á Vestfjörðum eftir að Skutull hætti.
  39. Internet.is                       Tölvupóstur.
  40. Ogvodafone.is                Voru að hætta með Og- forskeytið á þessum tíma.

Youtube á toppnum

Þrjár vinsælustu vefsíðurnar voru hins vegar allar erlendar. Vinsælasta síðan var myndbandasíðan Youtube.com, þá kom leitarvélin Google.com og samfélagsmiðillinn Myspace.com þar á eftir, en hún hefur mátt muna sinn fífil fegurri í dag.

Aðrar vinsælustu síðurnar hjá Íslendingum voru leitarvélin Yahoo.com, ljósmyndavefurinn Flickr.com, alfræðiorðabókin Wikipedia.org, samfélagsmiðillinn Facebook.com og kvikmyndavefurinn IMDB.com.

Fjórar klámsíður

BBC.co.uk var eina fréttasíðan á ensku sem komst á lista yfir 100 vinsælustu vefsíðurnar. Hins vegar komust fjórar klámsíður á hann. Metaroti.com, Youporn.com, Dump.com og Adultadworld.com. Einnig spjall og hlekkjasíðan 4chan.org sem innihélt mikið af vafasömu efni. Þá var komst stefnumótasíðan Adultfriendfinder.com á listann.

Það voru ekki aðeins íslenskar torrent og skráaskiptasíður sem Íslendingar heimsóttu. Rapidshare.com, Mininova.org, Thepiratebay.org, Megaupload.com og Isohunt.com eru á listanum. Einnig tölvuleikjasíður á borð við Gamespot.com, Trophymanager.com, Wowhead.com og IGN.com.

Þá vekur athygli að 9 af 100 vefsíðum á listanum eru pólskar. Sú vinsælasta Onet.pl sem er fréttasíða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár