Erik ten Hag stjóri Manchester United er í vanda staddur, liðinu gengur ömurlega á þessu tímabili og meiðsli og veikindi herja á liðið.
Allt að þrettán leikmenn gætu orðið fjarverandi þegar liðið heimsækir Liverpool á Anfield á sunnudag.
Anthony Martial og Marcus Rashford voru veikir í tapi gegn Bayern í gær en gætu mögulega náð heilsu.
Harry Maguire og Luke Shaw fóru báðir meiddir af velli gegn Bayern í gær og er afar hæpið að þeir geti spilað á sunnudag.
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United er í banni gegn Liverpool og fleiri öfluga leikmenn vantar á sunnudag.