fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ófrjór maður skráður faðir barns í óþökk allra sem tengjast málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 19:00

Þjóðskrá Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum hérna þrjár fullorðnar manneskjur algjörlega sammála um hvað gerðist en einhver maður úti í bæ er ákveðinn í að fyrrverandi eiginmaður minn eigi að vera faðir dóttur minnar,“ segir kona sem hefur höfðað véfengingarmál vegna faðernis. Þegar dóttir hennar var getin var hún komin í samband við annan mann en hún flutti burtu frá eiginmanni sínum fimm mánuðum fyrir fæðingu barnsins. Það sem meira er, tveimur árum áður en stúlkan var getin fór maðurinn í ófrjósemisaðgerð.

Samkvæmt 2. grein barnalaga telst eiginmaður sjálfkrafa faðir barns sem getið er á meðan hjónin eru gift. Önnur málsgrein lagagerinarinnar er svohljóðandi:

„Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins.“

„Við eigum tvö eldri börn sem voru getin áður en hann fór í ófrjósemisaðgerð. Við vildum bíða með skilnað þar til eldri dóttir okkar hefði lokið skólaönninni,“ segir konan.

Konan, fyrrverandi eiginmaður hennar og núverandi sambýlismaður hennar eru öll sammála um að núverandi sambýlismaður sé faðir stúlku sem konan fæddi fyrr á þessu ári. En kerfið segir nei.

Þann 18. janúar sendi konan tilkynningu um faðerni barnsins til þjóðskrár. Í svari frá þjóðskrá er vitnað í ofannefnda grein barnalaganna og þar sem konan hafi verið gift fyrrverandi eiginmanni sínum á getnaðartíma barnsins sé hann skráður faðir barnsins. „Dómsmál til vefengingar á faðerni barns geta höfðað barnið sjálft og móðir þess, einnig sá sem skráður er faðir barns skv. 2. gr. eða maður sem telur sig föður barns,“ segir í bréfinu frá þjóðskrá.

Konan hóf véfengingarmál vegna faðernis barnsins í febrúar og krafðist þess að núverandi sambýlismaður hennar yrði skráður faðir þess. Málinu var vísað frá vegna skorts á upplýsingum, að mati dómara.

Konan lagði fram stefnu í nýju véfengingarmáli þann 8. nóvember síðastliðinn. Hún sér fram á að þurfa að fá framkvæmd faðernispróf með DNA-sýnum til að skera úr um faðerni barnsins, þar sem dómari hefur ekki tekið mark á framburði hennar, eiginmannsins fyrrverandi og sambýlismannsins, sem þau eru öll sannfærð um að sé faðir barnsins.

Í nýju stefnunni kemur meðal annars fram að hún hafi ekki átt í kynferðislegum samskiptum við fyrrverandi eiginmann sinn á getnaðartíma barnsins heldur við núverandi sambýlismann sinn. Auk þess hafi fyrrverandi eiginmaður hennar farið í ófrjósemisaðgerð áður en barnið var getið.

„Mér er gífurlega misboðið að ekki sé tekið mark á þremur fullorðnum einstaklingum sem ber algjörlega saman um faðernið,“ segir konan.

„Dómarinn hefur sífellt kallað eftir nýjum upplýsingum og ég velti því fyrir mér hvað þetta allt kosti, t.d. í aukavinnu fyrir hann. En við borgum það ekki,“ segir hún ennfremur en ætlar ekki að gefast upp fyrr en stúlkan hennar er rétt feðruð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít