fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan segist líta kynferðislega áreitni innan sinna raða alvarlegum augum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. desember 2023 14:55

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni þess að háttsettur maður í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er talinn, samkvæmt mati sálfræðings, hafa áreitt unga lögreglukonu ítrekað og gróflega, hefur lögreglan sent frá sér tilkynningu. Ennfremur er í tilkynningunni lauslega vísað til atviks þar sem starfskonur lögreglunnar pöntuðu sér fatafelli á ráðstefnu um mansal í Póllandi fyrir skömmu.

Þar segir að kynferðisleg áreitni, einelti, kynbundið áreiti og annað ofbeldi sé ekki liðið innan lögreglunnar. Einnig segir að mál sem varða ósæmilega háttsemi séu ekki umborin undir neinum kringumstæðum.

Sjá einnig: Háttsettur lögreglumaður sakaður um áreitni gegn lögreglukonu í marga mánuði

Segir að á síðasta ári hafi lögreglan haft til meðferðar fimm mál sem varðar háttsemi af þessu tagi. Í öllum tilvikum hafi verið brugðist við í samræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er lögð rík áhersla á að skapa starfsumhverfi og menningu þar sem starfsfólki líður vel og allir njóti sömu réttinda og friðhelgi. Mál á borð við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi (EKKO mál) auk mála sem varða ósæmilega háttsemi koma vissulega upp á vinnustaðnum en eru ekki umborin undir neinum kringumstæðum.

Á síðastliðnu ári hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til meðferðar fimm mál er varðar fyrrgreinda háttsemi. Í öllum tilvikum var brugðist við í samræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Einnig var horft til laga um vinnuumhverfi og vinnuvernd og ákvæða starfsmannalaga. Í einhverjum tilfellum var talin ástæða til að kalla til utanaðkomandi sérfræðinga til að leggja mat á málin. Niðurstöður þeirra eru ávallt kynntar málsaðilum og er fylgt eftir með stuðningi stjórnenda í formi samtala og aðgengi að utanaðkomandi sérfræðistuðningi ef það á við.

Það er mannauðsstjóri embættisins, sem einnig situr í framkvæmdarstjórn embættisins, sem hefur forgöngu um vinnslu starfsmannamála og það er síðan lögreglustjóri sem tekur lokaákvörðun þegar skoðun máls er að fullu lokið. Niðurstaða slíkra mála getur leitt til beitingar agaviðurlaga á grundvelli starfsmannalaga, tilflutnings í starfi eða annarra úrræða. Vert er að taka fram að í starfsmannalögum telst áminning vera meðal þyngstu agaviðurlaga sem hægt er að beita opinberan starfsmann. Tvær áminningar fyrir samskonar brot leiða til uppsagnar.

Þrátt fyrir að embættið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna þá er fyrrgreind háttsemi ávallt litin alvarlegum augum og málsmeðferðin eftir því. Það er enn fremur í samræmi við yfirlýsta stefnu LRH um virðingu í samskiptum og vinnuumhverfi sem sé laust við einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi.

Undanfarið hefur átt sér stað endurskoðun á stefnu og verklagi innan embættisins og meðal niðurstaðna úr þeirri vinnu er að starfsfólk fái aukna fræðslu um mörk í samskiptum og hvaða afleiðingar það getur haft ef farið er yfir þau. Gildandi stefnur og ferlar sem fylgt er í slíkum málum eru einnig ávallt aðgengilegir og kynntir starfsfólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít