Assane Diano, leikmaður Real Betis, er ansi eftirsóttur en Manchester United og Liverpool hafa til að mynda áhuga á honum.
Diao er 18 ára gamall og spilar að upplagi á kantinum en hann getur einnig spilað sem fremsti maður.
Þrátt fyrir ungan aldur er Diao mikilvægur hlekkur í liði Betis.
Hann er því á radarnum hjá stærri félögum. Auk United og Liverpool eru Brentford og Aston Villa nefnd til sögunnar.
Samningur Diao við Betis rennur út 2027 og hann gæti því kostað sitt.