fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Rautt flagg þegar karlmaður talar um þetta í rúminu – „Ertu að grínast eða?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2023 12:29

Dagbjört Rúriks/Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Dagbjört Rúriksdóttir var gestur í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Rauð flögg í fari karlmanna

Dagbjört gaf út lagið Rauðu flöggin og samnefnda smáskífu árið 2022. Lagið fjallar um tímabil þar sem Dagbjört fann sig í óheilbrigðum aðstæðum og sambandi þar sem henni leið ekki vel.

Lagahöfundurinn var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku. Hún fór um víðan völl í viðtalinu sem má horfa á í heild sinni hér.

Aðspurð í þættinum hvað sé að hennar mati „rautt flagg“ í fari karlmanna nefnir hún nokkur dæmi, eins og ef karlmaður talar um fyrrverandi kærustuna sína á meðan hann er í rúminu með annarri konu.

„Eitt rautt flagg fyrir mér er þegar ég er nýbúin að kynnast strák og hann þekkir mig í raun ekki neitt en er ótrúlega duglegur að segja: „Þú ert það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Bara á öðrum degi. „Þú ert æðisleg, þessi kærasta mín, hún sko var blabla, og talar um hana í þrjá tíma á meðan við erum í rúminu, hversu mikið hún sökkar. Ertu að grínast eða?“

Sjá einnig: „Ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessum þætti, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi“

„Svo líka ef strákur segist elska mig á öðrum degi eða eitthvað, maður hefur alveg lent oft í því, það samband hefur ekkert farið vel. Alltaf svo mikið ójafnvægi, ég gerist alveg sek um að vera of tilfinningarík sjálf áður en ég kynnist stráknum almennilega, en með svona dæmi, eru eitt af flöggunum.

Og að tjá allt of sterka ást þegar þetta er í raun og veru „lovebombing.“ Að segja eitthvað sem passar ekki, þú þekkir manneskjuna of lítið til að geta sagt þetta. Það er eins og þú sért að reyna að húkka hana til að geta seinna meir gert eitthvað allt ananð, í andstæðu við það. Stelpan, eða manneskjan, því stelpur beita líka ofbeldi, manneskjan er að bíða eftir því að þetta góða kemur aftur. Þetta er það sem narsissistar og alls konar fólk notar til að hlekkja viðkomandi. Mér finnst þetta vera eitt af þessum flöggum,“ segir Dagbjört.

Fylgstu með Dagbjörtu á Instagram og TikTok. Þú getur hlustað á tónlistina hennar á Spotify og YouTube, smelltu hér til að hlusta á nýjustu smáskífuna hennar, Týnd á leiðinni heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture