Johan Bakayoko átti flottan leik fyrir PSV gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gær.
Leiknum lauk með jafntefli en bæði lið voru komin í 16-liða úrslit.
Bakayoko hefur verið orðaður við Tottenham og Liverpool til að mynda en stuðningsmenn síðarnefnda liðsins kvöttu félagið til að sækja hann eftir leikinn í gær. Sjá þeir hægri kantmanninn jafnvel sem langtímaarftaka Mohamed Salah.
Bakayoko er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp þrettán með PSV á leiktíðinni.
Hér að neðan má sjá brot af frammistöðu hins tvítuga Bakayoko gegn Arsenal.
Johan Bakayoko.
Definitely an option for @LFC to start looking at as a potential right-wing successor for Mohamed Salah. pic.twitter.com/qh3VvgFSZm
— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) December 13, 2023