fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

„Óhugsandi að fjölskyldur verði látnar búa í ótta og kvíða í eigin húsnæði í einhver ár“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. desember 2023 14:00

Mynd: Grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var haldinn fjölmennur íbúafundur Grindavíkur í anddyri nýju Laugardalshallarinnar. Að loknum framsögum voru umræður og fyrirspurnir. Eins og alþjóð veit var íbúum Grindavíkur gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og þó að margir Grindvíkingar séu komnir í tímabundið húsnæði, börn komin í leiksskóla, skóla og íþróttir á nýjum stað og margir geta stundað vinnu að nýju þá brenna enn margar spurningar á íbúum réttum mánuði eftir rýmingu.

Í gær reyndu íbúar að fá svör við spurningum sem brenna á þeim, en þau helstu sem brenna á fólki eru húsnæðismál, lánamál, hvenær verði hægt að flytja aftur til Grindavíkur og síðast en ekki síst hvaða möguleikar eru eða verða í stöðunni fyrir þá Grindvíkinga sem kæra sig ekki um að flytja aftur í bæjarfélagið og gildir þá einu hvort að húseign sem þeir eiga í bænum sé heil eða skemmd. Ljóst er að margir geta ekki hugsað sér að flytja aftur í bæinn, þó að svo virðist sem meirihluti íbúa ætli sér aftur heim.

Pétur Rúðrik Guðmundsson, Grindvíkingur og landsliðsþjálfari karla og kvenna í pílukasti, segir þarfir Grindvíkinga mismunandi og að svörin á íbúafundinum, um hvaða möguleikar verði í boði fyrir þá einstaklinga og fjölskyldu sem ætla ekki að snúa aftur, hafi verið loðin.

„Ég væri til í að fá heyra hugmyndir ráðamanna um hvað verði gert tengt þessu ef eitthvað. Það er óhugsandi að fjölskyldur verði látnar búa í ótta og kvíða í eigin húsnæði í einhver ár á meðan beðið er eftir að markaðurinn jafni sig,“

segir Pétur Rúðrik í pistli á Facebook.

„Þarfir Grindvíkinginga tengt því hvað skiptir máli er mismunandi. Það er áberandi að þeir sem hafa hagsmuni að gæta tengt fyrirtækisrekstri eru að láta i sér heyra og krefjast þess að komast aftur heim bæði opinberlega og ég geri ráð fyrir líka óopinberlega. Þeir íbúar sem vilja fara heim strax og ætla sér að búa áfram í Grindavík eru á sama máli og fyrirtækiseigendur.

Engu að síður þá er töluvert af Grindvíkingum sem ætla sér ekki heim og geta ekki hugsað sér að fara aftur í þessar aðstæður.“

Segir Pétur að vonandi muni markaðurinn gera það sem fyrst fyrir þau sem ætla sér að vera áfram „en þau sem vilja fara væru til í að fá heyra hvað og hvort einhverjar lausnir séu í boði fyrir þau. Til að fjölskyldur sem eiga fasteignir í Grindavík og ætla að reyna að hefja „eðlilegt“ líf eftir þetta, þá er mikilvægt að þau geti nýtt sér þá eign sem þau eru með til að geta eignast sambærilega fasteign fyrir fjölskyldur sínar.“

Segir hann að honum skiljist að það verði ekki tekið af förgunargjald ef hús er dæmt ónýtt „og þú getir nýtt tryggingaféð annars staðar en i Grindavík sem ef reynist rétt er gott.

Eftir situr samt töluverður fjöldi einstaklinga og fjölskyldna með verðlausa eign í mikilli óvissu þar sem þau geta ekki hugsað sér að fara aftur heim til að búa í Grindavík í von eða óvon um að allt fari af stað aftur.“

Horfa má á íbúafundinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!