Manchester United varð af tæplega 28 milljónum punda í gær þegar félagið datt út úr Meistaradeildinni, liðið endaði neðst í sínum riðli.
United tapaði gegn Bayern í gær en með sigri hefði liðið náð þriðja sæti riðilsins og náð í miða í Evrópudeildina.
Ljóst er að þetta eru vond tíðindi fyrir bókhaldið hjá félaginu.
Daily Mail segir að þetta gæti orðið til þess að Manchester United sé opnara fyrir því að selja leikmenn í janúar.
Búist er við að bæði Jadon Sancho og Donny van de Beek fari í janúar en líklega fara þeir báðir á láni.
Daily Mail segir að félagið gæti orðið opnara fyrir því að selja Anthony Martial, Raphael Varane og Casemiro en búist er við að þeir þrír fari næsta sumar.