Halil Umut Meler, dómari í Tyrklandi hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hafa verið þar í tvær nætur.
Meler var buffaður af forseta eftir leik á mánudag.
Svakalegt atvik átti sér í stað í tyrknesku úrvalsdeildinni þegar dómari leiks Ankaragucu og Rizespor var kýldur.
Leiknum var lokið þegar forseti Ankaragucu, Faruk Koca, réðst að Halil Umut Meler dómara. Var dómarinn kýldur í andlitið og svo reynt að sparka í hann.
Leikmenn og starfsmenn bjuggu til varnarvegg í kringum Meler á meðan hann kom sér á fætur.
Meler var útskrifaður af sjúkrajúsi en ljóst er að forsetinn fær þunga refsingu.