Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í stuði á viðburði með stuðningsmönnum á Anfield í upphafi vikunnar.
Ræddi hann meðal annar jólatörnina sem framundan er í enska boltanum en þar er alltaf mikið spilað í desember.
Það er til að mynda alltaf spilað á annan í jólum.
„Hvar spilum við annan í jólum? Já auðvitað, í Burnley. Frábær staður til að halda upp á jólin,“ sagði kaldhæðinn Klopp.
Leikmenn og þjálfarar fá ekki neitt jólafrí.
„Við höldum stutt jól og það er allt í lagi. Enginn í þessu landi vill missa af fótboltanum á annan í jólum svo við verðum á hraðbrautinni og gefum fólkinu það sem það vill,“ sagði Klopp.