Andre Onana er ekki vinsælasti maðurinn í Manchester þessa stundina.
Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni.
Þetta varð ljóst í gær en liðið tapaði 0-1 gegn Bayern Munchen. Þurfti það að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray og vinna Bayern en Danirnir unnu sinn leik og sigur hefði því ekki dugað lærisveinum Erik ten Hag.
Stuðningsmenn eru reiðir og beina margir hverjir spjótum sínum að Onana sem hefur átt erfitt tímabil og vildu einhverjir sjá hann gera betur í marki Bayern í gær. Enskir miðlar vekja athygli á þessu.
„Einn síns liðs batt Onana enda á tímabil okkar í Meistaradeildinni. Ég hef fengið nóg. Kominn tími til að selja,“ skrifaði einn netverji.
„Vonandi seljum við Onana fljótlega. Hann kostaði okkur sæti í 16-liða úrslitum,“ skrifaði annar.
Fleiri netverjar tóku til máls. „Hvað er Onana að gera þarna?“