fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Áslaug fékk innheimtubréf rétt fyrir jól: Var sögð skulda hálfa milljón – „Það má segja að ég hafi nokkurn veginn frosið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. desember 2023 10:59

Áslaug Inga Kristinsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir jólin í fyrra fékk Áslaug Inga Kristinsdóttir innheimtubréf frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir skuld upp á rúmlega hálfa milljón krónur. Hún segir að hún hafi frosið og fyllst af kvíða og afkomuótta.

„Mér fannst sárt að upplifa að stofnun á vegum ríkisins skyldi sækja svo hart að einstaklingum í samfélaginu sem minna mega sín,“ skrifar hún í pistli á Vísi. Áslaug Inga er fulltrúi ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík.

Líklegri til að lenda í klóm skerðinga

„Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera,“ segir Áslaug.

Hún segist fagna því að Alþingi hafi samþykkt skerðingalausa eingreiðslu til örorkulífeyrisþega í ár.

„Sum hver okkar geta gefið jólagjafir vegna þessa og leyft okkur aðeins meira þegar kemur að mat. Hitt er öllu verra, að við sem reiðum okkur á framfærslu almannatryggingakerfisins eigum það til að lenda í klóm skerðinga og búum frekar við bæði efnislega og félagslega fátækt.“

Fann fyrir kvíða og afkomuótta

Stuttu fyrir jólin í fyrra fékk Áslaug bréf þar sem kom fram að hún skuldaði TR rúmlega hálfa milljón.

„Nokkrum dögum eftir að Alþingi skrapp í jólafrí í fyrra, barst mér bréf frá stofnuninni, dagsett 20. desember, sem hljóðaði svo:

„Innheimtubréf

Tryggingastofnun hefur ákveðið neðangreinda greiðsludreifingu vegna skuldar þinnar.

Upphaf 01.01.2023

Mánaðagreiðslur 43.431 kr

Eftirstöðvar 521.166 kr““

„Hvers vegna fékk ég þetta bréf? Jú, ég hafði asnast til að losa sparnaðinn minn til að geta keypt mér bifreið svo að ég ætti auðveldara með að sækja mér heilbrigðisþjónustu, ásamt því að geta verið virkari í samfélaginu. Ég vildi gæta þess að einangrast sem minnst félagslega og hugsaði að það væri gott að geta átt bíl til afnota. Þess má geta að ég er ekki með hreyfihömlun og fékk því ekki styrk til bifreiðakaupa eins og sumir fá frá TR.

Ég greiddi rúmlega 200 þúsund í staðgreiðslu skatts fyrir söluna á bréfinu sem innihélt sparnaðinum og brá í brún þegar ég fékk nokkrum mánuðum seinna bréf frá TR um að nú skuldaði ég þeim rúma hálfa milljón vegna þess að um væri að ræða fjármagnstekjur. Vegna aðstæðna minna hafði ég ekki séð mér fært að kynna mér allar þær flóknu reglur sem stofnunin setur okkur sem þurfum að reiða okkur á kerfið.

Eftir að ég fékk innheimtubréfið fann ég fyrir kvíða og afkomuótta. Það má segja að ég hafi nokkurn veginn frosið; mér fannst sárt að upplifa að stofnun á vegum ríkisins skyldi sækja svo hart að einstaklingum í samfélaginu sem minna mega sín.

En allt blessaðist þetta að mestu að lokum og krafan var felld niður að stóru leyti í kjölfar þrotlausrar vinnu réttindagæslu fatlaðs fólks. TR heldur samt blákalt áfram að skerða greiðslur til fólks sem er bara að reyna að standa sig og lifa eins góðu lífi og hægt er þrátt fyrir veikindi. Vonandi er mál mitt þó fordæmisgefandi fyrir aðra.“

Vill sjá breytingar

Áslaug segir að það séu margar breytingar sem hún myndi vilja sjá í almannatryggingakerfinu.

„Fyrir það fyrsta þarf að einfalda það til muna og gera leikreglurnar einfaldari. Það þarf að tryggja að þeir sem þurfa að reiða sig á kerfið fái að taka þátt í að breyta því og að samráð sé haft á öllum stigum. Í öðru lagi þarf að gera kerfið hvetjandi þegar kemur að vinnumarkaði í stað þess að það sé letjandi líkt og nú. Í þriðja lagi þarf að hækka örorkulífeyri um 12,4% líkt og ÖBÍ réttindasamtök hafa bent á.

Öryrkjar á Íslandi geta ekki beðið mikið lengur eftir réttlæti. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða að sameinast um að brjóta niður múrana sem ríghalda fólki á botninum!“

Lestu pistilinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“