Það er ljóst að markvörðurinn David De Gea vill snúa aftur á knattspyrnuvöllinn sem fyrst.
Spánverjinn hefur verið án félags síðan í sumar þegar samningur hans við Manchester United var ekki endurnýjaður.
De Gea hefur verið orðaður hingað og þangað síðan en það er til að mynda talið að hann hafi hafnað tilboði frá Sádi-Arabíu.
Nú undanfarið hefur De Gea verið sterklega orðaður við Newcastle í kjölfar meiðsla Nick Pope.
Sama hvert hann fer vill De Gea ólmur snúa aftur miðað við virkni hans á samfélagsmiðlum en hann birti eftirfarandi mynd á Instagram í gær: