Kim Kardashian birti myndir á dögunum sem vöktu athygli knattspyrnuáhugamanna.
Kim mætir reglulega á knattspyrnuleiki með syni sínum Saint og á síðustu leiktíð heimsóttu þau til að mynda Emirates-leikvanginn og sáu Arsenal.
Saint er talinn vera stuðningsmaður Arsenal og veltu margir því upp hvort Kim sé það líka.
Það var þó svo greint frá því að vera hennar á Emirates hafi tengst heimildaþáttum sem hún væri að vinna.
Á dögunum birti Kim svo myndir af sér með Manchester United derhúfu.
Hafa þær vakið mikla athygli og veltir fólk því nú fyrir sér hvort Kim styðji Rauðu djöflana.
Myndirnar má sjá hér að neðan.
Everything pic.twitter.com/sJaJhsZEPp
— Kim Kardashian (@KimKardashian) December 11, 2023