fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

„Ég held að margir í kirkjunni eigi eftir að dæma mig fyrir þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. desember 2023 19:29

Dagbjört Rúriks/Instagram @dagbjortruriks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Dagbjört Rúriksdóttir var gestur í síðasta þætti af Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Stundum óþægilegt að vera öðruvísi

Dagbjört Rúriks öðlaðist andlega vakningu í byrjun árs 2020. Hún lýsti atvikinu í þættinum, það má lesa nánar um það hér. 

Aðspurð hvernig er að vera ung trúuð kona í samfélagi þar sem trúleysi hefur aukist gífurlega undanfarna áratugi, til dæmis voru rúmlega 86 prósent landsmanna í Þjóðkirkjunni árið 2003 samanborið við rúmlega 58 prósent landsmanna árið 2023, segir Dagbjört:

„Mér líður smá eins og einhverju fríki. Allavega fyrir hefðbundnu fólki sem trúir ekki á neitt. Það kemur einhver smá skömm, því auðvitað vill maður að fólki líki vel við sig og haldi ekki að maður sé einhver furðufugl. En ég skil það samt svo vel því ég myndi örugglega ekki hugsa ekkert ósvipað ef ég hefði ekki upplifað þessa örvæntingu og þessa andlegu vakningu sem ég fékk út af þessari örvæntingu. Ef hann hefði ekki komið til mín, þessi kærleiksríki andi, og snert við mér á þennan hátt að ég gat bara ekki neitað að hann sé til, þá væri ég örugglega líka að hugsa svona. En af því að ég veit að hann er til þá þarf ég að vera samkvæm sjálfri mér, það er óþægilegt stundum að vera svona öðruvísi en ég verð bara að taka því.“

Mynd/Instagram @dagbjortruriks

Trúði ekki út af fordómunum

Dagbjört stjórnar nýjum þáttum á vegum streymisveitunnar Pax Vobis þar sem hún tekur viðtal við fólk um trúna og kristileg gildi.

„Ástæðan af hverju ég trúði ekki svo lengi, af hverju ég vildi ekki vera kristintrúuð, var því mér leið eins og ég færi til helvítis ef ég myndi sofa hjá fyrir hjónaband. Ég hef oft heyrt mikið af fordómum, eins og í garð samkynhneigðra og trans fólks, sem mér finnst oft tengjast kristintrú og þess vegna var ég ekki kristin lengi því mér fannst ég ekki geta staðið á bak við þetta. Bara alls ekki sammála þessu, ég elska alla og allir eiga að fá að vera eins og þeir eru,“ segir hún.

„En þessir þættir [á Pax Vobis] snúast um að ég er að reyna að útskýra fyrir fólki að Jesú sagði ekkert slæmt um samkynhneigða, það voru sumir fylgjendur hans. Ég er að taka viðtal við prest þar sem ég spyr út í þetta: „Er samkynhneigð synd?“ Og hann segir nei. Við ræðum líka um trans einstaklinga og alls konar.“

Mynd/Instagram @dagbjortruriks

„Eini parturinn sem ég þoli stundum ekki við kirkjuna“

Hægt er að horfa á þættina á Facebook, Instagram og TikTok. Hún viðurkennir að hún sé bæði spennt en smá stressuð.

„Ég held að margir í kirkjunni eigi eftir að dæma mig fyrir þetta. Því það er fólk sem hugsar svona, sem er mjög leiðinlegt,“ segir hún.

„Þetta er eini parturinn sem ég þoli stundum ekki við kirkjuna og þetta er það eina sem ég er ekki sammála og langar að uppræta.“

Hún lýsir þessu betur í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Dagbjörtu á Instagram og TikTok. Þú getur hlustað á tónlistina hennar á Spotify og YouTube, smelltu hér til að hlusta á nýjustu smáskífuna hennar, Týnd á leiðinni heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Hide picture