Mohamed Salah hefur undanfarin ár verið einn besti knattspyrnumaður í heimi og gert afar vel fyrir Liverpool.
Salah náði því afreki um helgina að skora 200 mark sitt fyrir Liverpool.
Markið kom í dramatískum sigri fyrir Liverpool en hann er nú fimmti markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Salah vantar 146 mörk til að ná Ian Rush sem er sá markahæsti í sögu félagsins. Ólíklegt er að Egyptinn geðugi nái því.
Öll 200 mörk Salah fyrir Liverpool má sjá hér að neðan.