fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Bítlarnir fjórir hefðu líklega komið aftur saman hefði John Lennon lifað

Fókus
Sunnudaginn 17. desember 2023 10:30

Bítlarnir í fyrstu tónleikaferð sinni til Bandaríkjanna 1964. Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og nánast hvert mannsbarn veit var bítillinn John Lennon myrtur 8. desember árið 1980 fyrir utan heimili sitt í New York borg. Bítlarnir höfðu lagt upp laupana sem hljómsveit 10 árum áður en hinir fjölmörgu aðdáendur sveitarinnar hafa síðan þá velt því fyrir sér hvort allir fjórir meðlimir sveitarinnar hefðu á endanum komið aftur saman, hefði John Lennon lifað lengur. BBC greindi nýlega frá því að viðtal við Lennon, frá árinu 1975, hefði fundist í safni stofnunarinnar. Í viðtalinu sagði Lennon að það væri ekki ólíklegt að hljómsveitin myndi á endanum koma aftur saman.

Staða Bítlanna í menningu samtíma þeirra verður seint ofmetin. Þeir voru ekki eingöngu poppstjörnur heldur menningarfyrirbrigði. Lennon var milljónum manna um allan heim mikill harmdauði enda hafði tónlist hans og hinna Bítlanna hreyft við svo mörgum og skipt svo marga miklu máli.

Síðan hann lést hefur sú spurning lifað hvort Bítlarnir hefðu allir fjórir einhvern tímann komið aftur saman og sent frá sér meiri tónlist.

Árið 1975 var Lennon gestur í tónlistarþætti hjá BBC sem kallaðist The Old Grey Whistle Test. Stjórnandi þáttarins, Bob Harris, spurði Lennon hvort það væri einhver möguleiki á því að allir Bítlarnir fjórir myndu vinna aftur saman og ef svo væri hvort það væri yfirhöfuð góð hugmynd.

Samstarfi hljómsveitarinnar var slitið árið 1970 og þá ekki í góðu. Kergjan og fjandskapurinn milli hljómsveitarmeðlima varð á köflum opinber.

„Af hverju ekki?“

Eftir því sem tíminn leið fór frostið hins vegar að þiðna. Þegar Lennon mætti í þáttinn hafði hann unnið með bæði Ringo Starr og George Harrison að nýjum lögum og hafði einnig endurvakið vináttu sína við Paul McCartney. Lennon tók þess vegna nokkuð vel í spurningu Harris um hvort Bítlarnir myndu allir koma saman aftur:

„Sjáðu til, þetta er skrítið af því að það var sá tímapunktur þar sem ég var spurður að þessu og þá sagði ég nei, andskotinn hafi það. Fara aftur til baka? Nei, ekki ég. Svo kom hins vegar sá tímapuntkur þar sem ég hugsaði, af hverju ekki? Ef okkur langaði að gera plötu eða eitthvað.“

„Ég held að á þessum tíma þar sem við höfðum verið aðskildir þá höfum við allir hugsað hvort það yrði ekki fínt, að það myndi ekki vera slæmt. Ég hef unnið með George og Ringo en ég hef ekki unnið með Paul af því það var verra á milli okkar en núna erum við nokkuð nánir.“

„Hin spurningin er hvort það myndi vera þess virði. Það er hægt að svara því með því hvort við myndum vilja gera það. Ef svo væri þá myndi það vera þess virði. Ef við færum saman í hljóðverið og myndum snúast hver gegn öðrum aftur þá myndi það vera þess virði, hvað sem svo sem fjandans gagnrýnendur myndu segja.“

Þótt allir Bítlarnir fjórir hafi ekki getað komið saman í eigin persónu eftir lát Lennon komust þær næst því með þeim þremur bítlalögum sem komið hafa út eftir dauða hans.

Árið 1994 lét Yoko Ono, ekkja Lennon, Bítlana þrjá sem eftir lifðu fá upptökur á segulbandsspólu, sem maður hennar hafði skilið eftir sig, frá 1978. Á upptökunum voru drög að nýjum lögum en spólan var merkt með þessum orðum: „handa Paul.“

Paul, George, og Ringo tóku við upptökunum og bættu við þær. Út kom lagið Free as Bird árið 1995 og ári seinna kom Real Love út. Þriðja lagið á upptökunni, Now and Then var hins vegar ekki í nægilega góðum gæðum og það var lagt til hliðar. George lést 2001 en fyrr á þessu ári kom lagið loks út. Með aðstoð nútíma tölvutækni voru gæðin í upptökunni löguð. Gítarleik George, sem tekinn var upp 1995, var einnig bætt við.

Síðasta bítlalagið var þar með komið út. Bítlarnir fjórir gátu ekki komið allir saman aftur eftir að John Lennon dó en með aðstoð tækninnar þá gerðu þeir það nú samt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“