Það er ansi algengt að hinn og þessi fótboltamaður sé spurður að því hvort hann vilji frekar spila með Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo.
Margir eru á því að þetta séu tveir bestu knattspyrnumenn sögunnar og skiptast aðdáendur þeirra í fylkingar.
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, var spurður að því hvort hann vildi frekar spila með Messi eða Ronaldo.
„Ég myndi segja Ronaldo því hann er hreinræktaðri framherji,“ sagði hann og útskýrði sitt mál.
„Messi er meira í að búa hluti til. Ég geri það svo ég þarf frekar framherja með mér.“