Paul Pogba fyrrum miðjumaður Manchester United er sagður ósáttur og svekktur með það að Nemanja Matic hafi verið að ræða hann.
Matic og Pogba voru samherjar hjá United en Matic sendi pillu á Pogba í síðustu viku.
Matic var í viðtali og ræddi það að Pogba og Jadon Sancho hafi mjög reglulega mætt of seint á æfingar.
Pogba er sagður sár út í Matic fyrir þessi ummæli, hann hafi litið á Matic sem vin sinn.
Pogba er í holu þessa dagana eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Ítalíu og er farið fram á að hann verði dæmdur í fjögurra ára bann.