Anthony Martial er á förum frá Manchester United í janúar eða í sumar. Það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu.
Samningur hins 28 ára gamla Martial rennur út eftir leiktíðina en kappinn skrifaði undir fimm ára samning við United 2019 með möguleika á árs framlengingu. Verður sá möguleiki hins vegar ekki nýttur af hálfu United og fer leikmaðurinn því frítt næsta sumar, nema hann verði seldur í janúar.
Martial var keyptur til United 2015 og varð um leið dýrasti táningur sögunnar. Kostaði hann 36 milljónir punda og kom frá Monaco en kaupverðið gat hækkað í 58 milljónir punda. Það er óhætt að segja að Martial hafi ekki staðið undir væntingunum á tíma sínum hjá United.
Steven Gerrard, stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu, er nú sagður vilja fá Martial til sín en Jordan Henderson er til að mynda á mála hjá félaginu.
Al-Ettifaq gæti boðið 10 milljónir evra í Martial í janúar samkvæmt blaðamanninum Ekrem Konur.
💣💥#EXCL• Al-Ettifaq could make a €10 million offer for Manchester United's 28-year-old French striker Anthony Martial in January.🇫🇷 🟢 #AlEttifaq 🔴 #MUFC https://t.co/FYCjZypnpz pic.twitter.com/1oW2GsQ2AV
— Ekrem KONUR (@Ekremkonur) December 11, 2023