Mason Mount miðjumaður Manchester United var keyptur til félagsins á 55 milljónir punda í sumar.
Mount kom frá Chelsea en Erik ten Hag setti það í forgang að kaupa Mount í sumar.
Kaupin á Mount urðu hins vegar til þess að United hafði ekki efni á Harry Kane í sumar. Daily Mail heldur þessu fram.
United hafði áhuga á Kane en hann fór að lokum til Bayern fyrir tæpar 100 milljónir punda. United átti þá peninga ekki til.
Þess í stað fór félagið og keypti Rasmus Hojlund á um 60 milljónir punda en danski framherjinn hefur ekki enn skorað í ensku deildinni.
Kane hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi og hefði líklega styrkt lið United ansi mikið.
Mount hefur ekkert lagt til málanna á Old Trafford og verið mikið meiddur.