Hópur stuðningsmanna West Ham varð seinn á leik liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem bátur þeirra klessti á brú.
Hefð er fyrir því að stuðningsmennirnir ferðist á Craven Cottage, heimavöll Fulham, á báti en það þykir góð leið til að fara frá Austur til Vestur Lundúna.
Það fór þó ekki vel í þetta skiptið því báturinn klessti á, eins og sjá má hér neðar.
Þetta var ekki góður dagur fyrir stuðningsmennina heilt yfir því West Ham tapaði leiknum gegn Fulham 5-0.
Probably quite stressful trying to get West Ham fans to the game on time… another blow for Hammersmith bridge, but the chants are a bit special… (seems minor damage and hope all ok) pic.twitter.com/vt6zhoM97L
— Greg Jackson (@g__j) December 10, 2023