Girona er á ótrúlegan hátt á toppi La Liga á Spáni eftir sextán umferðir. Leikmenn liðsins eru því eðlilega farnir að heilla víða.
Girona vann magnaðan 2-4 sigur á Barcelona í gær og er á toppnum með 41 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid.
Félagið er systurfélag Manchester City á Englandi en það á sömu eigendur. Nokkrir fyrrum leikmenn City eru á mála hjá Girona.
Enskir miðlar segja að þrír leikmenn Girona gætu farið til City áður en langt um líður og voru þeir allir áður á mála hjá enska félaginu.
Um er að ræða þá Yangel Herrera, Aleix Garcia og Yan Couto.
Herrera varð leikmaður City árið 2016 en spilaði aldrei og var lánaður víða. Þessi 25 ára gamli leikmaður þráir að fara aftur til City einn daginn.
Garcia lék á sínum tíma níu leiki fyrir City og hefur bætt sig mikið undanfarið.
Loks er Couto á láni hjá Girona frá City og gæti enska félagið séð hann sem langtíma arftaka Kyle Walker.