Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Al-Arabi í Katar þurfti að fara í aðgerð á dögunum.
Aron gengur um á hækjum þessa dagana en á að geta byrjað að æfa af fullum krafti í upphafi janúar.
Aron segir í samtali við 433.is að í aðgerðinni hafi verið slípað örlítið af hælbeininu, en þar hafði hann fundið fyrir eymslum.
Landsfyrirliðinn mun reyna að finna sér nýtt lið í upphafi árs en hann er ekki í framtíðarplönum Al-Arabi.
Þessi 34 ára gamli leikmaður ætti þrátt fyrir aðgerðina að vera komin á fulla ferð þegar íslenska landsliðið fer í umspil um laust sæti á Evrópumótinu.
Það verkefni er í mars en liðið mætir Ísrael í undanúrslitum, fari liðið áfram þar bíður viðureign gegn Bosníu eða Úkraínu.