Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er kominn með nóg af fréttunum í kringum Jadon Sancho og leitar leiða til að losa hann.
Sancho hefur ekki mátt koma nálægt aðalliði United unfanfarna mánuði eftir uppþot hans og Ten Hag á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir tap gegn Arsenal snemma á leiktíðinni.
Það eru því allar líkur á að Englendingurinn ungi sé á förum og hefur hans fyrrum félag Dortmund verið nefnt til sögunnar, en þaðan kom Sancho til United á 73 milljónir punda sumarið 2021.
Nú segir Sport á Spáni hins vegar frá því að United vilji fá Raphinha frá Barcelona og nota Sancho til þess.
Samkvæmt miðlinum hyggst United bjóða Sancho til Barcelona fyrir Raphinha.
Raphinha hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm á þessari leiktíð með Barcelona en hann hefur komið við sögu í 15 leikjum.