fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Beckham mætti á viðburð kærustunnar Miu í verslun 66°Norður

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyr­ir­sæt­an Mia Reg­an, kær­asta bresku knatt­spyrn­u­stjörn­unn­ar Romeo Beckham, hélt sérstakan viðburð í verslun 66°Norður á Regent Street í London á dögunum þar sem hún sagði frá ferð sinni um Himalaya-fjöll­in þar sem hún klæddist íslenskri hönnun frá fataframleiðandanum.Húsfyllir var á í versluninni en 100 miðar sem voru í boði seldust upp samdægurs. Romeo Beckham mætti að sjálfsögðu á viðburð kærustunnar ásamt fjölskyldu hennar. Hannah Da Silva, stofnandi CORPGIRLS, stýrði viðburðinum.

Regan gekk ný­verið að grunn­búðum Ev­erest ásamt föður sín­um þar sem hún klædd­ist ein­ung­is ís­lenskri hönn­un. Hún hef­ur verið dug­leg að deila mynd­um og mynd­bönd­um frá göngu sinni um Himalaya-fjöll­in á sam­fé­lags­miðlum og hefur verið mikill áhugi á ferð hennar. Hún leyfði fylgj­end­um sín­um að kíkja ofan í ferðatösk­una sína og fór í gegn­um það sem hún pakkaði með sér fyr­ir göng­una á TikT­ok.

Romeo og vinir hans

Þar má sjá að ofan í stórri app­el­sínu­gulri tösku frá 66° Norður er nær ein­ung­is fatnaður frá 66° Norður, allt frá sokk­um og eyrna­hlíf­um yfir í bux­ur, regnjakka og úlpu. Reg­an og Beckham virðast bæði vera hrif­in af ís­lenskri hönn­un. Þau hafa þó nokkr­um sinn­um sést klædd í fatnað frá 66° Norður, til dæm­is á tísku­vik­unni í Kaup­manna­höfn, í Lund­ún­um, í úti­legu í Wales og nú á göngu um Himalaya-fjöll­in.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda