fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Verðlaunabókin Litlasti jakinn gefur hugmyndafluginu lausan tauminn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlasti jakinn (e. The Littlest Yak) er myndrík barnabók fyrir yngsta fólkið okkar, en hún er eftir hinn ástsæla breska barnabókahöfund Lu Fraser. Bókin hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna í Bretlandi. Myndlýsing í bókinni eftir Kate Hindley er mjög skemmtileg. Þýðingin er einnig mjög vönduð, en Sólveig Sif Hreiðarsdóttir þýddi bókina.

Sagan segir frá hinni hugrökku og hrífandi Dísu sem er minnsti jakuxinn í stórri jakuxahjörð sem býr hátt upp í fjöllum Asíu. Þrátt fyrir að Dísa sé fótviss og með þykkan feld þráir hún ekkert meira en að verða stór eins og hinir í hjörðinni. Hún einsetur sér því að verða stór og býr til mikla áætlun til að ná markmiði sínu. Dag einn kemur samt smæð Dísu til hjálpar þegar bjarga þarf pínulitlum jakuxa sem villst hefur af leið og er fastur á mjórri klettasyllu.

Texti Litlasta jakans er grípandi rímsaga með skemmtilegri hrynjandi og dásamleg myndlýsing Kate Hindleys gefur hugmyndafluginu svo sannarlega lausan tauminn. Kver bókaútgáfa gefur út. Litlasti jakinn hentar börnum á leikskólaaldri og upp í fyrsta bekk grunnskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“