fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Almar í kassanum selur miðbæjareignina

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Steinn Atlason listamaður varð landsfrægur árið 2015, fyrir nákvæmlega átta árum, þá 23 ára gamall, sem Almar í kassanum. Gjörningur Almar fólst í því að hann dvaldi nakinn í heila viku í glerkassa i Listaháskólanum.

Almar var þá á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Gjörningurinn vakti einnig athygli út fyrir landsteinana og fjölluðu meðal annars Daily Mail, Metro, Huffington Post, Cosmopolitan, Buzz, og Marie Claire um Almar.

Almar hefur nú sett annan „kassa“ á sölu, nánar tiltekið íbúð á efstu hæð á Rauðarárstíg.

Íbúðin er 49 m á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1946. Ásett verð er 54,5 milljónir króna.

Íbúðin skiptist í eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Þar sem íbúðin er að hluta til undir súð er grunnflötur íbúðar mun stærri en opinber skráning segir til um, eða tæplega 70 fm. Íbúðin er rúmgóð og nýtast öll rými mjög vel.

Nýlega er búið að taka götuna fyrir framan, Rauðarárstíg, í gegn, og framkvæmdir eru við Hlemm, þar sem meðal annars má finna vinsæla mathöll. Til gamans má geta að kvikmyndin Benjamín dúfa var að hluta tekin a leikvellinum sem er í bakgarðinum sem myndast af Rauðarárstíg, Laugavegi og Bríetartúni, en leikvöllurinn gekk í gegnum allsherjar upplyftingu á tökutímabilinu og má sjá eldra útlitið og það nýrra í myndinni sem kom út árið 1995.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“