Frankfurt 5 – 1 Bayern Munchen
1-0 Omar Marmoush
2-0 Eric Ebimbe
3-0 Hugo Larsson
3-1 Joshua Kimmich
4-1 Eric Ebimbe
5-1 Ansgar Knauff
Bayern Munchen fékk alvöru skell í þýsku Bundesligunni í dag er liðið mætti Frankfurt á útivelli.
Bayern er í toppbaráttunni en er þremur stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem er taplaust.
Flestir bjuggust við útisigri Bayern í dag en Frankfurt kom mörgum á óvart og vann frábæran 5-1 sigur og niðurlægði núverandi meistara.
Bayern var vissulega með hærra xG í þessari viðureign og átti fleiri tilraunir að marki heimamanna.
Frankfurt nýtti þó sín færi og spilaði mjög vel á köflum og lyfti sér upp í sjöunda sæti deildarinnar.